Fara á efnissvæði

Við skjótum
þér á loft!

Við þróum framúrskarandi öpp og snjallar lausnir fyrir fólk og fyrirtæki, vítt og breitt.

Sjá verkefnið
Lyfja
Verkefni ársins 2023
Stafræn lausn ársins 2023
Lyfja

Einfaldasta og besta leiðin til að versla lyf og heilsuvörur

Atlantsolía

Lætur dæluna ganga hratt með framúrskarandi applausn

Sjá verkefnið
Domino’s Ísland
Í þróun
Domino’s Ísland

Stafrænn leiðtogi á skyndibitamarkaði

HappApp

Hlúðu að andlegri vellíðan og hamingju

Hómer

Leikbreytir í fasteignakaupum

Domino’s Danmörk

Hraði, gæði, Danmörk!

Colas

Allt til betri vegar

Explorio
Í þróun
Explorio

Upplifðu Ísland – eina sögu í einu

Sjá verkefnið
Netgíró
Í þróun
Netgíró

Öruggt og þægilegt

Sjá verkefnið
Innnes
Í þróun
Innnes

Leiðandi í matvælaflutningi síðan 1987

Hvað gerum við?

Við hönnum, smíðum og rekum applausnir

Apparatus er fyrirtæki sem byggir á traustum grunni sérfræðinga sem hafa áratuga reynslu í þróun metnaðarfullra tæknilausna fyrir kröfuhörðustu fyrirtæki og stofnanir á landinu.

Spjallið
01

Fyrst af öllu tökum við spjall og förum yfir þínar áskoranir og tækifæri - sem eru hvor endinn á sömu spýtunni. Þú segir frá þínum markmiðum, við segjum frá okkar nálgun og reynslu. Við finnum út úr því hvernig við getum best hjálpað þér að taka flugið.

Skilgreinum
02

Við höldum kröftugar vinnustofur í anda Google Design Sprints. Þar köstum við á milli okkar hugmyndum í skapandi flæði. Notendarannsóknir eiga líka heima hér. Því næst skilgreinum við vandlega þá virkni sem viljum að lausnin hafi í fyrstu útgáfu - og gerum þróunaráætlun til framtíðar.

Prótótýpa
03

Niðurstöður úr vinnustofum eru nýttar við gerð prótótýpu. Sérfræðingar okkar hafa mikla reynslu af smíði prótótýpa, sem gefa góðan smjörþef af endanlegu útliti og virkni appsins. Prótótýpan er unnin í Figma sem þú færð beinan aðgang að til endurgjafar.

Hönnun
04

Samþykkt prótótýpa fer í lokahönnun hjá hönnuðum okkar, sem færa lausnina í endanlegan búning. Hönnuðir okkar hafa hannað margar framúrskarandi applausnir þar sem notendaupplifun er ávallt í fyrsta sæti.

Þróun
05

Þegar lokahönnun liggur fyrir taka forritarar okkar við keflinu. Við samstillum forritun í fram- og bakenda til að tryggja rétta og hnökralausa virkni. Að lokum gerum við ítarlegar úttektir og prófanir. Niðurtalningin hefst en engu er skotið á loft nema allt virki rétt.

Útgáfa
06

Það er mikilvægt að koma appinu sem fyrst út á markað og nýta endurgjöf notenda til áframhaldandi þróunar. Við skjótum á loft lausn sem gerir strax mikið gagn fyrir þína viðskiptavini en skilgreinum líka næstu skref í þróun appsins.

Hverjir eru Apparatus?

Reynslumikil
áhöfn bíður þín!

Apparatus er fyrirtæki sem byggir á traustum grunni sérfræðinga sem hafa áratuga reynslu í þróun metnaðarfullra tæknilausna fyrir kröfuhörðustu fyrirtæki og stofnanir á landinu.

Elmar 1 Elmar 2
Elmar
Viðskipti og ráðgjöf
Gardar 1 Gardar 2
Garðar
Viðskipti og þróun
Brynjar Gauti 1 Brynjar Gauti 2
Brynjar Gauti
Tæknistjóri
JK 1 JK 2
Jón Kári
Hönnunarstjóri
Reynir 1 Reynir 2
Reynir Freyr
Forritari
Steinar 1 Steinar 2
Steinar
Forritari
Alexander 1 Alexander 2
Alexander
Forritari
Astronaut Astronaut
Anna Laufey
anna@apparatus.is
Þruma 1 Þruma 3
Þruma
Skemmtanastjóri
Samstarfsaðilar

Hvað segja þau
um okkur?

Við höfum átt gott samstarf við okkar félaga hjá Apparatus í vegferðinni okkar að því að einfalda fólki lífið. Það hefur verið lærdómsríkt ferli að þroskast saman með það markmið að veita framúrskarandi upplifun fyrir okkar viðskiptavini í gegnum stafrænu lausnirnar okkar.

Karen Ósk Gylfadóttir
Karen Ósk Gylfadóttir
Framkvæmdastjóri, LyfjaLyfja

Teymið hefur sýnt mikinn metnað í að sökkva sér í umhverfið okkar til að þróa með okkur lausn sem varpar flóknum ferlum við lyfsölu fram á einfaldan hátt en alltaf með viðskiptavininn í forgrunni.

Þorvaldur Einarsson
Þorvaldur Einarsson
Tækni- og þróunarstjóri, LyfjaLyfja

Við fyrstu kynni var fagmennska og launsnarmiðuð nálgun Apparatus augljós. Samstarfið hefur þróast einstaklega vel og hugbúnaður, þjónusta og ekki síst hönnun verið í fyrsta flokki. Ég mæli eindregið með Apparatus!

Ingjaldur Örn Pétursson
Ingjaldur Örn Pétursson
Verkefnastjóri framkvæmdasvið, ColasColas

Ég hef unnið með Apparatus undanfarið ár við að gefa út geðræktar-appið HappApp og hafa þeir reynst mjög vel í þeirri vinnu. Þeir eru snöggir til svars, halda skipulega og vel utan um vinnuna og verkefnin og eru í góðum samskiptum við mig. Ég er einstaklega ánægð með fallega hönnun appsins sem mér finnst endurspegla svo vel innihald og boðskap þess.

Helga Arnardóttir
Helga Arnardóttir
Verkefnastjóri hjá Embætti landlæknis og höfundur, HappAppHappApp